Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
Recipe Category: <span>Snarl</span>
San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við...
Hollar Rolo kúlur
Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm! Hollar Rolo kúlur Gerir um 16-18 stk 200...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum
Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Ítölsk tortellini tómatsúpa
Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki. Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á...
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu
Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðaberjum
Nú skulu þið setja ykkur í stellingar kæru lesendur því ég ætla að gera á ykkur smá próf. Setjist niður, róið hugann og prufið í eina mínútu að hugsa um allt nema….bleikan fíl. Það ætti ekki að vera mikið mál enda, í alvörunni, hver hugsar nokkurn tíman um bleikan fíl??? Látið mig vita hvernig þetta...
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Ólífubollur með pestó og parmesan
Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu. Ólífubollur með pestó og parmesan 5 dl spelthveiti 2 tsk vínsteinslyftiduft...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...