Þessi dásemdar uppskrift kemur úr bókinni happ happ húrra en höfundar hennar eru stofnandi veitingastaðarins Happ, Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Erna Sverrisdóttir. Í þessari bók eru margar vinsælustu uppskriftir Happ, uppskriftir að hollum, ljúffengum og næringarríkum mat sem allir geta útbúið. Ég keypti mér hana á nýju ári og trúi ekki að ég hafi...
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Detox salat
Þetta salat kemur öllum sem það bragða skemmtilega á óvart. Það minnir helst á salatið sem maður gerði í matreiðslu í grunnskóla í gamla daga, en bragðið er hinsvegar fjarri því. Stútfullt af næringarefnum og dásamlegt á bragðið. Gott eitt og sér eða sem meðlæti með mat eins og t.d. góðum fiski eða kjúklingi. Detox...
Ciabatta með pestókjúklingi
Góðar samlokur eru frábærar og svo margir aðrir möguleikar í boði en ostasamlokan sem mörg okkar gerum alltof oft. Góðar samlokur geta verið sniðugt í bröns, góður kvöldmatur, flottur veislumatur, nú eða sem saðsamt og gott nesti í ferðalagið. Hér þarf bara að gefa sér tíma að prufa eitthvað nýtt. Ég hef áður komið með...
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...
Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati
Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar...
Heimagert og hollt kókosnammi
Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum fyrir...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku
Eggjakökur er einfaldar í framkvæmd, frábær næring og ljúffengar á bragðið. Í þessari uppskrift er eggjakakan ofnbökuð sem kemur í veg fyrir að botninn brenni við og er alveg sérstaklega bragðgóð. Frábær sem góður hádegismatur eða léttur kvöldmatur! Hér er hægt að leika sér með þau hráefni sem til eru í ískápnum hverju sinni. Nota...
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Kryddbrauðið sem var krassandi
Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá unga aldri en þetta brauð bakaði mamma oft um helgar við mikla ánægju okkar barnanna og stendur ávallt fyrir sínu. Pilsnerbrauð er kryddbrauð sem er einfalt og fljótlegt í undirbúningi. Það hentar einstaklega vel yfir vetrartímann enda er fátt yndislegra en að finna heimilið lykta af engifer, múskati og...
Dillandi Dillpopp
Öðruvísi heillar mig klárlega í matargerð og stundum leiðir það til þess að maður smakkar eitthvað sem maður ætti alls ekki að hafa smakkað. Það á hinsvegar ekki við í þessu tilfelli, þetta er hrikalega skemmtileg útgáfa á poppi og ég mana ykkur að prufa. Hentar vel sem frábær og öðruvísi forforréttur nú eða bara...
Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu
Hvað er hægt að segja? Þarf að segja eitthvað? Þessi stendur bara alltaf fyrir sínu og svo miklu meira en það! Þið getið gert ykkar eigin bernaise, en ég er búin að finna þá bestu og hún fæst á Hamborgarabúllunni hana mun ég aldrei toppa. Því fer ég bara þangað og kaupi hana og nýt...
Súkkulaði-espresso kökur
Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní...
Jógúrtpönnukökur með vanillusýrópi
Ljúffengur pönnukökubröns! Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan. Þið gætuð hugsanlega verið eins og ég og velt því fyrir ykkur af hverju þið ættuð mögulega að nenna að gera ykkar eigið sýróp þegar þið getið farið út í búð og keypt gott sýróp án...
B.L.T. með twisti
Bíddu B.L.T. má þetta??? Óóóóóó já þetta má ekki aðeins.. þetta Á! Við þekkjum hana öll og mörg okkar hafa eflaust pantað hana á veitingahúsi á góðum degi. En færri hafa gert B.L.T. heima hjá sér og eftir að þið hafið prufað það er hreinlega ekki aftur snúið. Nafnið B.L.T stendur fyrir bacon, lettuce og...