Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og safaríkt. Það er tilvalið að bera fram í stærri veislum og fjölskylduboðum þar sem það er úrbeinað og því auðvelt að skera það niður í mannskapinn auk þess sem það tekur ekki mikið pláss í ofninum.
Gleðilega páskahátíð kæru vinir!
Leave a Reply