Þessar kjúklingabringur eru fylltar með geggjaðri fyllingu sem samanstendur af salthnetum, fetaosti og ferskri basilíku. Beikoni er síðan vafið utanum bringurnar áður en þær fara í ofninn. Réttur sem einfalt er að gera og á alltaf vel við með góðu salati. Þið sláið í gegn með þessum rétti! Geggjaðar kjúklingabringur Beikonvafðar kjúklingabringur með...
Tag: <span>beikon</span>
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með spínati og stökkum beikonbitum
Þessi pastaréttur er hreinn unaður og færir mann aðeins nær Ítalíunni yndislegu. Hann er einfaldur í gerð og fullkominn í gott matarboð án mikillar fyrirhafnar. Parmesan rjómasósan er með hvítlauk, spínati og ferskum tómötum og síðan er pasta bætt saman við og endað á kjúklingabitum, stökku beikoni og basilíku. Getur ekki klikkað og mun ekki...
Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
Að þessu sinni bjóðum við velkomna góða gestabloggara til okkar en það eru þau Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og Hörður Harðarson húsasmiður, en þau eru fólkið á bak við fyrirtækið Meiður. Meiður er lítið framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í handunnum framreiðslu-og skurðarbrettum, kökukeflum og ýmsum öðrum munum úr gæðavið....
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Kjúklinga- og beikonlasagna
Nú erum við byrjuð með nýjan lið á GulurRauðurGrænn&salt sem heitir Helgarmaturinn en þar munum við koma með rétti sem smellpassa inn í helgina og para hann með góðum vínum. Fyrsti rétturinn er snilldar kjúklinga- og beikonlasagna, blanda sem getur í raun ekki klikkað. Með því bárum við fram rauðvínið Casillero del Diablo Merlot sem fæst í...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Gestabloggarinn Finnur Þór Vilhjálmsson
Það er mér sönn ánægja að kynna til leiks næsta gestabloggara og matgæðing sem að þessu sinni er Finnur Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Hann er snillingur í eldhúsinu og tekst að galda fram dýrindis rétti úr hverju sem er án, að því er virðist, nokkurrar fyrirhafnar. Hér eldar hann gómsætan rétt með lambahjörtum, fleski, döðlum og...