Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Tag: <span>einfalt</span>
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Ótrúlega ljúffengir Oreo ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun. Hér er á ferðinni algjört gúmmelaði sem klikkar ekki! Einfaldir Oreo ostakökubitar...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið. Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com 500 g nautahakk 1 rauðlaukur, skorinn smátt 3-4 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk salt 1 tsk pipar 1...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
BBQ kjúklingur
Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði. BBQ kjúklingur 4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 1...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Snickers smákökur
Eru þið tilbúin í einar rosalegustu smákökur sem þið hafið bragðað? Þessar slá öllum öðrum út með karmellu, súkkulaði og hnetukurli og gætu hreinlega ekki verið einfaldari. Njótið vel! Snickers smákökur 100 g snickers, saxað 150 g súkkulaði, saxað (gott að nota suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði til helminga) 150 g púðursykur 80 g...
Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
“Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu
Næsti gestabloggari á GulurRauðurGrænn&salt er Melkorka Árný Kvaran íþrótta- og matvælafræðingur. Melkorka er eigandi og stofnandi fyrirtækisins Kerrupúl sem er með sérsniðin námskeið hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi þar sem barnið kemur með i vagninum meðan móðirin styrkir sig eftir barnsburð, jafnt líkamlega sem andlega. Melkorka er einnig með útipúlsnamskeið i Laugardalnum og eru þau hugsuð fyrir...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...