Ég hef sagt það áður en segi það aftur – mikið er gott að fá góðan fiskrétt. Hráefni sem ég elda ekki nægilega oft en veitir vellíðan og með réttri uppskrift hinn mesti veislumatur. Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og í hana má nota hvaða fisk sem er í rauninni. Klikkar aldrei. Fiskur í...
Tag: <span>fiskur</span>
Hungangsbleikja með möndluflögum
Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Lax með döðlum og gráðosti
Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur...
Mango chutney bleikja sem slær öllu við!
Mér féllust gjörsamlega hendur þegar ég gerði þennan fiskrétt í fyrsta sinn. Börnin sem nokkrum mínútum áður höfðu horft á mig illum augum þegar þau fréttu að það væri fiskur í matinn spurðu hvort ég gæti ekki gert meira eftir að þau höfðu sleikt diskana sína. Bleikja í mangóchutney með söxuðum hvítlauk er himneskur réttur...
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki
Lax er ávallt vinsæll hjá mínum fjölskyldumeðlimum og þá þegar hann er eldaður samkvæmt þessari uppskrift. Hér er fiskurinn penslaður hunangs- og balsamikgljáa og toppaður með kryddjurtamauki með tómötum, furuhnetum og steinselju. Rétturinn er himneskur á bragðið og svo einfaldur og fljólegur í gerð. Lax með balsamikgljáa, furuhnetum, tómötum og kryddjurtamauki 700 g laxaflak 200...
Fish and chips með jógúrtsósu og heimagerðum frönskum
Fiskur og franskar eru hinn fullkomni réttur þegar þið viljið reyna að vinna upp fiskneysluna án þess að missa ykkur i hollustunni. Fiskurinn er stökkur og ferskur með nýkreystri sítrónu og hér toppaður með dásamlegri sósu sem er einföld í gerð og heimagerðum frönskum. Réttur sem er bestur í góðum félagsskap og ekki verra...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...
Silungur með spínati og kókosmjólk
Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu Silungur og sætar kartöflur eru ekki bara lík á litinn heldur er ást og samlyndi með þeim í matargerð á við bestu hjónabönd. Hér hvílir silungurinn á spínatbeði þegar kartaflan kemur og þekur hann, síðan sjá sósan og hitinn um að líma allt saman. Kókosmjólkin og karrímaukið...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”
Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík...
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Vinsæli forrétturinn
Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það...
Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...
Fiskur með ómótstæðilegu hvítlaukssmjöri
Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því...
Parmesan ýsa uppáhald allra
Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef...
- 1
- 2