Fyrir þá sem elska grænmetisborgar sem og þá sem elska þá ekki – þá er þessi sá eini rétti fyrir ykkur. Ég get varla lofað þennan svartbaunaborgara nógsamlega. Trixið er að gera hamborgara og láta engann vita að þetta sé “hollari týpan”. Fjölskyldumeðlimir munu lofa þennan hástert. Ég mæli svo sannarlega með að tvöfalda eða...
Tag: <span>kvöldmatur</span>
Tælensk naglasúpa
Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina. Njótið vel! Tælensk naglasúpa Fyrir 4 Styrkt færsla 3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Philippo Berio 600 g kjúklingalæri, t.d. frá...
Kjúklingur í sítrónu-, rósmarín- og hvítlaukssósu
Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir...
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Kjúklingur í mangósósu
Kjúklingur í mangósósu færir okkur örlítið af sumar og sól fyrir matargerðina á þessum haustdögum. Þetta er virkilega bragðgóð uppskrift sem einfalt er að gera. Kjúklingur í mangó sósu Fyrir 2-3 Styrkt færsla 8 kjúklingaleggir safi úr einni sítrónu Mangósósa 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak’s 2 tsk karrý 2 msk dijon sinnep...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu
Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat. Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon...
Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
OMG pasta
Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er...
Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...