Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Tag: <span>uppskrift</span>
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Humarvefjur með hvítlauks aioli
Síðastliðinn þriðjudag var frumraun mín í sjónvarpi þegar Sjónvarp Símans sýndi þáttinn Ilmurinn í eldhúsinu sem unnin var af SKOT production. Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að horfa á sjálfan sig í svona löngum þætti, en ég er sátt við útkomuna og þakka ég því fagmönnum sem að þessum þáttum stóð....
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn
Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum. Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Hungangsbleikja með möndluflögum
Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Hafrakökur með kókos og súkkulaðirúsínum & ný matreiðslubók GRGS
Ég er að komast í jólaskap – ójá ég er ein af þessum sem kemst í jólaskap aðeins of snemma. Kannski er ein ástæða þess sú að hjá mér byrjar undirbúningur fyrir jólauppskriftir strax í haustbyrjun, jafnvel fyrr. Í fyrra gerði ég til dæmis jólakökubækling í júní. Þannig að jólaskap í nóvember í því samhengi...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Jógúrtkaka með berjafyllingu
Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel. Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu Jógúrtkaka með...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...