Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Tag: <span>uppskrift</span>
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...
Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Það er endalaust hægt að gera hin ýmsu afbrigði af góðum súpum og hér er á ferðinni súpa sem passar sérstaklega vel á þessum árstíma. Hún er meðalsterk og góð til að sporna við hinum ýmsu flensuafbrigðum sem nú geysa yfir. Þessi súpa á sér víetnamskan uppruna þar sem grunnundirstaðan er gott soð, núðlur, kjöt...
Sænskt hrökkkex
Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Einfalt og ómótstæðilegt kínóa sushi
Ég á marga uppáhalds rétti sem ég elda aftur og aftur og aftur á milli þess sem ég reyni að elda eitthvað nýtt. Þennan eldaði ég fyrir nokkrum vikum síðan í fyrsta skipti og hef gert hann of oft síðan þá og fæ ekki nóg. Þetta er frábært sem nesti í hádeginu eða sem léttur...
Huggulegur haustmatur lambaskankar með rótargrænmeti
Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas. Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr
Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Kjúklinga- og spínatlasagna
Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar. Kjúklinga og spínatlasagna 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum) Olía 1 msk karrý 2 laukar, saxaðir smátt 3 dl rjómi 2 dósir...
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum
Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða...
Heimsins besta kaka – norskur klassíker
Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara en látið ekki blekkjast hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur sínar að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnaveislur, afmæli og já í raun...
Fyllt lambafillet með með myntu, döðlum og mozzarellaosti
Uppskriftin af þessum fylltu lambafillet birtist í Árbæjarblaðinu fyrr í vor en í því blaði má oft finna ansi girnilegar uppskriftir frá matgæðingum búsetta í Árbænum. Það voru þau Halldór Már Sæmundsson og Hrund Pálmadóttir sem gáfu lesendum þessa uppskrift sem ég mátti til með að prufa og óhætt að segja að rétturinn hafi slegið í...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”
Sumarið er tíminn sagði einhver og Eurovision er að mínu mati fyrsti í sumri. Þá skín sólin (næææær undantekningalaust), vinir og fjölskyldur koma saman og hlusta á fullt af misgóðum lögum, hlæja og síðast en ekki síst borða góðan mat. Jebbs þið eruð að lesa mig rétt..ég elllska Eurovision :) #ísland #12stig #Islande #dupva. Innblásin...