Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
Kjúklingapíta með rósapipar
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði
Nú nálgast jólin óðfluga sem er fáránlegt því mér finnst eins og sumarið sé nýhafið. En þessi árstími hefur sko alveg sinn sjarma og fátt jafn kósý og göngutúr í kuldanum, teppi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...
Súkkulaði-espresso kökur
Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní...
Flotti forrétturinn
Aspas með parmaskinku og hollandaise sósu Þessi réttur er frábær sem forréttur, en hentar einnig svo miklu meira en vel sem meðlæti með nautakjöti. Stökkur aspasinn, sölt parmaskinkan og og ljúffeng hollandaise sósa eru þarna í samvinnu sem svínvirkar. Flotti forrétturinn 1 búnt aspas 1-2 bréf parmaskinka Skerið endana af aspasinum. Sjóðið í saltvatni í...
Raita jógúrtsósa
Raita er mild og góð jógúrtsósa sem oft er höfð með indverskum mat og mildar áhrifin af sterkum réttum. Raita 1 dós hrein jógúrt 1/2 gúrka, smátt skorin 2 hvítlauksgeirar 1/2 tsk cumin fræ (ekki Kúmen) Mynta eða kóríander, söxuð salt pipar Aðferð Öllu blandað saman og kryddað með salti og pipar. Geymið sósuna í...
Bjútífúl bláberjaís
Þennan ís getið þið borðað með góðri samvisku alla daga og í allar máltíðir. Hann er bara hollur og góður.. svo gaman þegar það fer svona vel saman. Nú er tilvalið að nýta bláberin og búa til ís á ótrúlega einfaldan hátt. Bjútífúl bláberjaís 2 frosnir banana, niðurskornir áður en settir í frysti 1 bolli...
Brjálæðislega gott bananabrauð
Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar. Bjálæðislega bananabrauðið Skál 1...
Melkorku muffins
Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar! Melkorku muffins 1 bolli= 240 ml 3 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 3 tsk lyftiduft 125 gr. hvítir súkkulaðidropar 125 gr. bráðið smjör...
Leynivopnið
Grænn & glæsilegur Þessi er hollur, góður, grænn og fagur og hnetusmjörið gefur drykknum skemmtilegt bragð. Byrjaðu daginn á einum svona og þú munt finna fyrir jákvæðum áhrifum á húð, hári, nöglum og síðast en ekki síst orku og líðan. Leynivopnið 1 banani, frosinn og niðurskorinn (passið að afhýða áður en þið frystið hann) 120...
B.L.T. með twisti
Bíddu B.L.T. má þetta??? Óóóóóó já þetta má ekki aðeins.. þetta Á! Við þekkjum hana öll og mörg okkar hafa eflaust pantað hana á veitingahúsi á góðum degi. En færri hafa gert B.L.T. heima hjá sér og eftir að þið hafið prufað það er hreinlega ekki aftur snúið. Nafnið B.L.T stendur fyrir bacon, lettuce og...
Fljótleg panna cotta
Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið! Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk) 4 dl rjómi 2 1/2 dl kaffirjómi...
Graskers & eplasúpa
Ahhhh þessi er notaleg yfir vetrartímann Súpur bjóða uppá endalausa möguleika, grænmeti, fiskur, kjöt. Súpur sem eru í léttari kantinum eins og chillí, kókossúpur og svo þær sem eru í þyngri kantinum eins og kjötsúpur. Valið er endalaust og svo gaman að prufa sig áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki notað grasker...
Möndlu & trönuberjastykki
Litrík & ljúffeng orkustykki Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn. Hráefni 1 bolli möndlur (1 bolli ca 230...