Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur sem bráðna í munni
Kartöflur sem eru stökkar og bragðgóðar með hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið meðlæti með öllum mat…og krakkarnir elska þessar. Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur 500 g kartöflur 2 hvítlauksrif, pressuð 4 msk smjör, brætt 1 tsk timían sjávarsalt og pipar 50 g parmesanostur, rifinn Sjóðið kartöflur í potti þar til þær eru farnar að mýkjast eða...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Bleikur collagen boozt sem bætir allt!
Mitt íslenska hjarta gleðst alltaf jafn mikið þegar að hugmyndaríkir og framkvæmdaglaðir einstaklingar taka af skarið og búa til einstaka vöru úr íslenskum afurðum eins og eigendur ANKRA FEEL ICELAND gerðu þegar þeir settu fyrirtækið sitt á laggirnar árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar. Vörulína ANKRA-FEEL ICELAND er stórglæsileg og...
Rjómalagaðar kartöflur með vorlauk
Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Froosh þeytingur með möndlum, kókosmjöli og próteini
Ég er algjör aðdáandi Froosh drykkjanna enda svo ótrúlega sniðugt að grípa þessa hollustu með sér hvert sem maður fer. Froosh drykkirnir innihalda einungis ferska ávexti, ekkert annað hvorki þykkni, rotvarnarefni eða viðbættan sykur og veita því frábæra næringu. Ég hef leikið mér aðeins með ýmsar útgáfur af þessum góða drykk og hér er uppskrift...
Pepperoni pasta í piparostasósu
Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Túnfisksalat með eplabitum og anaskurli
Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn. Hið fullkomna túnfisksalat Túnfisksalat með eplum 2 litlar dósir túnfiskur 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður 1/2 grænt epli, saxað smátt 3 msk ananaskurl, safi síaður frá 3 egg, skorin smátt 1...
Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum
Nú er rétti tíminn til að kveikja á kertum, kúra undir teppi og gæða sér á bragðgóðri súpu eins og þessari hér. Tómatsúpur eru að okkar mati ávallt svo ljúfar og góðar og hér nálgast hún fullkomnun með Thailenskum áhrifum. Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum Thai tómasúpa með kókos 4 stk rauðlaukur, gróft saxaðir 10...
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með spínati og stökkum beikonbitum
Þessi pastaréttur er hreinn unaður og færir mann aðeins nær Ítalíunni yndislegu. Hann er einfaldur í gerð og fullkominn í gott matarboð án mikillar fyrirhafnar. Parmesan rjómasósan er með hvítlauk, spínati og ferskum tómötum og síðan er pasta bætt saman við og endað á kjúklingabitum, stökku beikoni og basilíku. Getur ekki klikkað og mun ekki...
Geggjaðir múslíbitar
Bestu, bestu, bestu múslíbitar sem ég hef hingað til bragðað. Þessir eru svo mjúkir og ofurljúffengir og að sjálfsögðu stútfullir af allskonar hollustu sem hver og einn getur leikið sér með eftir því hvað er til í skápunum. Njótið vel – and you will! Þessir eru rosalegir! Á leið í ofninn…súkkulaðið kemur síðar ummmm!...
Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma
Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn! Algjört namminamm! Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma Botnar 200 g sykur 50-60 g Kellogg’s Kornflex 4 eggahvítur 1 tsk lyftiduft Makkarónurjómi 8 makkarónukökur, muldar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl) 500 ml rjómi, þeyttur Súkkulaðikrem 100 g Nóa...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Stökkar og bragðmiklar kjötbollur í hoisinsósu
Kjötbollur eru alltaf jafn dásamlegar og þær höfum við gert í ýmsum útgáfum sem allar virðast vekja jafn mikla lukku og þær vinsælustu á GulurRauðurGrænn&salt eru einföldu ítölsku kjötbollurnar syndsamlega góðu kjötbollurnar í kókos – karrýsósu og svo þessar klassísku kjötbollur í brúnsósu. Nú er kominn tími á enn eina dásemdin en hér kynnum við til leiks...