Hér er á ferðinni sérstaklega góð ídýfa sem hentar vel með öllu því grænmeti sem ykkur dettur í hug. Í þessari uppskrift er leynivopnið Tabasco jalapeno sósa og miðar uppskriftin við milda til miðlungssterka sósu. Fyrir þá sem það vilja má gera hana bragðmeiri og bæta örlítið meira af sósunni í ídýfuna. Verið óhrædd að...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Klístraðir kanisnúðar
Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku! Klístraðir kanilsnúðar 12 g (1 poki) þurrger 1 dl mjólk 1 msk sykur 1/2 tsk salt 1 egg 100 g smjör, mjúkt 300 g hveiti Fylling 150 g smör, mjúkt 150 g púðusykur 1 1/2 tsk kanill 1/4 tsk...
Eton Mess með súkkulaðimarengs
Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. When life...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Heimsins bestu vöfflur!
Alþjóðlegi vöffludagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís. Vöfflur eru ávallt jafn vinsælar Heimsins bestu vöfflur...
Geggjað grænmetis Korma
VÁ VÁ VÁ hvað þessi grænmetis Korma réttur er mikil snilld. Ég hef prufað þá marga góða en þessi er að mínu mati sá allra besti. Snilldin við þennan rétt er að hér er í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum og því gott til að koma í veg fyrir...
Bragðgóðar bolluuppskriftir
Fyrir minn uppáhalds dag, bolludaginn, gaf Nói Síríus út bækling sem var unninn í samvinnu við GulurRauðurGrænn&salt. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni og leika með ýmsar útgáfur af gúrmei bollum. Við lögðum að þessu sinni áherslu á girnilegar fyllingar en í bæklinginum má hinsvegar finna tvær skotheldar uppskriftir...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Ekta súkkulaðibrownies og sykurlaus áskorun
Hún Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi gaf í haust út bókina Lifðu til fulls og hlaut strax góðar viðtökur. Allar uppskriftirnar eru lausar við sykur, glútein sem og henta vel þeim sem eru vegan, ásamt sérkafla með kjötréttum. Í bókinni er m.a. að finna dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt...
Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum
Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta...
Frábær karrý kjúklingaréttur með kókosnúðlum
Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum. Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum – vörur úr versluninni Snúran Karrý kjúklingur með kókosnúðlum 700...
Unaðslegt risotto með smjörsteiktum aspas
Helgarmaturinn er nú frekar ljúffengur að þessu sinni en það er dásemdar risotto með smjörsteiktum aspas. Í minningunni er risotto frekar tímafrekur og flókinn réttur, en það á ekki við neina stoð að styðjast hér. Uppskriftin er fljótleg og frábær og mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum sem hana gera. Hér er komin...
Bananakaka með karamelluglassúr
Sunnudagar byrja oft rólega með góðum kaffibolla og bakstri í samvinnu við fjölskyldumeðlimi. Þessi bananakaka með karamelluglassúr er sérstaklega ljúffeng og fullkomin á dögum sem þessum. Bananakaka með karamelluglassúr 150 g smjör 150 g sykur (gott að nota hrásykur) 2 egg 275 g hveiti 2 tsk lyftiduft hnífsoddur salt 2 tsk vanillusykur 3...
Gestabloggarinn Kristín Björk Þorvaldsdóttir og fræga humarpizzan
Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Vinsælustu uppskriftir GRGS ársins 2016
Þá er kominn tími á að gera upp árið 2016 í máli og myndum. Það er alltaf gaman að líta yfir farinn veg áður en maður dembir sér í nýja árið. GulurRauðurGrænn&salt fékk lénið grgs.is og voru margir sem glöddust yfir því enda töluverð vinna sem fer í að skrifa nafnið sem hægt er þá...
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Hátíðlegur límónufrómas
Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið. Hátíðlegur límónufrómas 5 matarlímblöð 4 eggjarauður, gerilsneyddar 4 eggjahvítur, gerilsneyddar 120 g sykur 1 vanillustöng 3...