Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli
Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
Trylltar Flødeboller að hætti dana
Það er langt síðan ég hef verið jafn spennt að deila með ykkur uppskrift og ég er einmitt nú. Hver kannast ekki við danskar flødeboller, þessar sem maður þorir ekki að kaupa nema til að deila með öðrum því annars er maður búinn með kassann áður en maður veit af. Ég hef aldrei prufað að...
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
Tandorri lambasalat
Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Ómótstæðilegar smákökur með lakkrísmarsipani
Um helgina var ég stödd í verslun EPAL þar sem ég var að kynna bókina Fljótlegir réttir fyrir sælkera ásamt því að gefa viðskiptavinum EPAL að bragða á smákökum sem ég hafði gert úr lakkrísmarsipani frá frá Johan Bülow . Það er skemmst frá því að segja að smákökurnar slógu í gegn og ég veit að margir...
Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem...
Snickers smákökur
Eru þið tilbúin í einar rosalegustu smákökur sem þið hafið bragðað? Þessar slá öllum öðrum út með karmellu, súkkulaði og hnetukurli og gætu hreinlega ekki verið einfaldari. Njótið vel! Snickers smákökur 100 g snickers, saxað 150 g súkkulaði, saxað (gott að nota suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði til helminga) 150 g púðursykur 80 g...
Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu
Púðusykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi! Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu Marengsbotnar 4 eggjahvítur 2 dl púðusykur 1 dl sykur 50 g rice krispies Ljúf karmellusósa 50 g smjör 1 dl rjómi 1 poki (250 g) rjómakarmellur, ég notaði frá Freyju 1 peli...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni
Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra. Ítalskur marinara kjúklingaréttur Tómatmauk 4 msk ólífuolía 4 skarlottulaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 dós hakkaðir tómatar 2 tsk oregano ¼ tsk piparflögur ½...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
“Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu
Næsti gestabloggari á GulurRauðurGrænn&salt er Melkorka Árný Kvaran íþrótta- og matvælafræðingur. Melkorka er eigandi og stofnandi fyrirtækisins Kerrupúl sem er með sérsniðin námskeið hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi þar sem barnið kemur með i vagninum meðan móðirin styrkir sig eftir barnsburð, jafnt líkamlega sem andlega. Melkorka er einnig með útipúlsnamskeið i Laugardalnum og eru þau hugsuð fyrir...