Um verslunarmannahelgina lá leiðin á Bíldudal þar sem ungir og aldnir (eða kannski meira svona miðaldra) skemmtu sér konunglega. Bíldudalur skartaði sínu fegursta eins og svo oft áður og bauð upp á rjómablíðu. Það er nú mín reynsla að sama hvernig spáin er þá virðist alltaf vera gott veður á Bíldudal. Áður en ég...
Category: <span>Veitingahús</span>
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Veitingastaðurinn MESSINN
Ég hef lengi ætlað mér að skrifa um veitingastaðinn MESSANN enda er hann ofarlega í huga þegar kemur að því að velja veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef frá því hann opnaði fyrir ári síðan notið þess að heimsækja þessa perlu og langar að deila upplifuninni með ykkur kæru lesendur. Sérstaklega fyrir ykkur sem hafið aldrei...
Sushi Social eintök blanda af japanskri og suður-amerískri matargerð
Sushi Social ætti að vera flestum kunnugur en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður sem gekkst áður undir nafninu Sushi Samba og er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerískri matargerð í bland við frábæra stemmningu. Ég borðaði Sushi Social um daginn í góðum félagsskap en þar var meðal...
Veitingastaðurinn Lemon – sælkera samlokur og sólskin í glasi!
Veitingastaðurinn Lemon ætti að vera flestum íslendingum vel kunnugur en þar hefur verið boðið upp á sælkerasamlokur og ferska djúsa í fjöldamörg ár. Lemon er á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56, Hjallahrauni Hafnarfirði og svo Hafnargötu 29, Reykjanesbæ…og auðvitað í öðru hverfi í París, 43 Rue des Petits Carreaux. Lemon leggur...
Matarkjallarinn
Matarkjallarinn / Food Cellar er grill & kokteilbar þar sem lögð er áhersla á brasserie matargerð úr íslensku hráefni eins og það gerist best. Þegar kvöldið fjarar út og nóttin tekur við breytist Matarkjallarinn í kokteilbar með ljúfri “lounge” stemmningu og lifandi tónlist. Matarkjallarinn opnaði í vor og hefur síðan þá náð að stimpla sig...
Heimsendi Bistro á Patreksfirði
Heimsendi á Patreksfirði Nýlega lá leið mín á Vestfirði þar sem ég átti gott frí með fjölskyldunni. Þar skoðaði ég náttúruundur eins og hinn fagra Rauðasand, stórfenglegt Látrabjarg, baðaði mig í Pollinum á Tálknafirði og naut ferðalagsins til hins ítrasta. Stór hluti af góðri ferðaupplifun er að mínu mati að gæða mér á góðum mat...
Efstidalur II – veitingastaður í fjósi
Nú eru margir að detta í sumarfrí ef ekki byrjaðir nú þegar og stefna á að ferðast innanlands í fríinu. Mig langar að segja ykkur frá skemmtilegum veitingastað sem ég heimsótti á dögunum. Staðurinn kallast Efstidalur II en það eru hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson sem eru eigendur hans. Efstidalur II er staðsettur um 12...
Langar þig að vinna tapas-og vínsmökkunarnámskeið á Tapasbarnum fyrir tvo?
Langar þig á frítt tapas-og vínsmökkunarnámskeið á Tapasbarnum fyrir tvo? Tapasbarinn ætlar að bjóða 8 heppnum þátttakendum ásamt vini að taka þátt í frábærri spænskri upplifun fimmtudaginn 19. maí frá kl.16 til 18. Góð þjónusta og notalegt umhverfi á Tapasbarnum Við munum smakka 10 tegundir af vínum, sérvalin af vínsnillingnum “Tolla” Sigurbjörnssyni, með 13 mismunandi tapasréttum...
Sæta svínið Gastropub
Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sæta svínið en hann er staðsettur á Hafnarstræti 1-3 og er meðal annars í eigu Bento Guerreiro og Nuno Servo sem eru eigendur veitingastaðanna Tapas Barinn, Sushi Samba og Apótekið. Hönnun Sæta svínsins er öll sú skemmtilegasta. Þegar inn er komið er tilfinningin svipuð og að koma í heimsókn til ömmu. Hlýlegt umhverfi, fallegar...
Skuggi Italian bistro
Matgæðingar á Íslandi með sterkar taugar til Ítalíu og ítalskrar matargerðar hafa nú tækifæri til að gleðjast því nú hefur opnað ítalskur veitingastaður sem ber nafnið Skuggi Italian bistro. Veitingastaðurinn er staðsettur á Skugga hótel á Hverfisgötu 103 en þar er á boðstólnum “casual” ítalskur matur með bistró ívafi. Ég kíkti með börnunum mínum þangað eitt kvöld...
Veitingastaðurinn Haust
Ég átti nýlega góða stund á veitingastaðnum Haust þar sem ég naut matarins á hádegisverðahlaðborði þessa hlýlega og fallega veitingastaðar. Við komu okkar blasti við okkur stórglæsilegt hlaðborð með miklu úrvali af foréttum, aðallréttum, dásamlegu meðlæti og ofurgirnilegum eftirréttum. Hönnun staðarins var í höndum Leifs Welding Haust er veitingastaður sem er staðsettur í nýja Fosshótelinu...
Veitingahúsagagnrýni Matur og drykkur
Matur og drykkur, Grandagarði 2 Nýlega lá leið mín á veitingastaðinn Matur og drykkur sem er staðsettur á Grandasvæðinu. Eigendur staðarins eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz, en það er gaman að segja frá því að Gísli sem á og rekur einnig veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum var á dögunum...
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...
Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum
Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
- 1
- 2