Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum. Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.
Recipe Tag: <span>kaffi</span>
Cappuchino kaka með silkimjúku kaffikremi
Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Mýkstu vanillubollakökur í heimi – með cappuccino nutella kremi
Þessar vanillubollakökur eru algjörlega truflaðar. Dúnmjúkar og flöffí og passa fullkomlega með þessu dásamlega kremi. Ég mæli auðvitað með því að fara 100% eftir uppskriftinni en þannig verða þær svona fullkomnar. Þær eru mjög einfaldar en aðferðin er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast. Ég nota síðan vanillu ab mjólkina frá Örnu í deigið...
Unaðslegt Dalgona Ískaffi
Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott. Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur...
Súkkulaði – Kahlua jógúrt terta
Þessi dásamlega terta sló algerlega í gegn þegar ég bauð upp á hana í vinnunni. Veit ekki hversu margar beiðnir um uppskrift ég fékk auk þess sem „hvað er eiginlega í þessu Valla“ heyrðist alveg nokkrum sinnum. Hún er alls ekki flókin og þarf ekki að baka. Hún er laktósafrí og því betri í marga...