Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
Archives: <span>Recipes</span>
Einn ofurgrænn
Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum drykk sem er stútfullur af góðri næringu. Þessi græni drykkur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ef þið eruð að taka fyrstu skrefin í grænmetisdrykkjum þá get ég mælt með honum. Auðvitað er stórt stökk að fara úr ávaxtadrykkjum (séu þið vön...
“Pulled pork”
Ég er búin að vera með “craving” í pulled pork í þó nokkurn tíma. Þetta er réttur sem ég hef einhvernvegin aldrei látið vera af því að elda en var orðið löngu tímabært. Kjötið er hægeldað í djúsí marineringu í 8 tíma og þegar það kemur úr ofninum er það svo mjúkt að það dettur...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
Frábæra skúffukakan hennar Ólafíu
Það er mikil nostalgía fólgin í þeirri athöfn að baka skúffuköku. Að finna lyktina af mjúkri súkkulaðikökunni læðast um húsið, hella súkkulaðikremi yfir volga kökuna, strá kókosmjöli yfir kremið, skera mjúka kökuna í bita og…..ummmm. Bættu við ískaldri mjólk og dagurinn verður vart betri. Ég hef prufað margar skúffukökuuppskriftirnar en alltaf kem ég til baka...
Rababara- og jarðaberjakaka
Rababara og jarðaberjakaka Mylsna yfir köku 120 g smjör 150 g ljós púðusykur 1/4 tsk salt 160 g hveiti Kakan 300 g rababari, skorinn í litla bita 300 g jarðaber, skorin í sneiðar 2 msk ljós púðusykur 190 g hveiti (ath. hveitið deilist niður) 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 85 g...
San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við...
Afmæliskakan
Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo...
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Skyrkakan sem slær alltaf í gegn
Þessa himnesku skyrköku bauð ég upp á í veislu sem ég var með á dögunum og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Skyrkakan inniheldur vanilluskyr, rjóma og hvítt súkkulaði sem flattera hvort annað fullkomlega. Með henni er svo frábært að bera frosin eða fersk ber að eigin vali sem auka á...
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu
Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma
Chilíbrownies sem ekki þarf að baka með þeyttum kókosmjólkurrjóma segja allt sem segja þarf. Þessar kökur bræða hjörtu allra, líka þeirra sem vita ekki einu sinni hvað hrákökur eru og eru ekki bara meinhollar heldur svo ótrúlega fljótlegar í gerð. Hollar chilíbrownies 200 g valhnetur eða pekanhnetur 430 g döðlur, steinlausar og mjúkar 2...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum
Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér. Pönnukökur með bönunum...

















