Þessi dásemdar bananakaka er ein sú allra auðveldasta og reyndar það auðveld að börn geta auðveldlega spreytt sig í eldhúsinu meðan foreldrarnir taka því rólega (snilld eða snilld?). Hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fær okkar bestu meðmæli. Það er misjafnt hvernig form ég nota undir hana, stundum hringlaga, ferkantað eða brauðform, allt...
Tag: <span>bakstur</span>
Frönsk súkkulaðikaka með karamellufyllingu
Er ekki til eitthvað sem heitir mánudagskaka? Ef ekki þá búum við það til hér með og bjóðum ykkur uppskrift af himneskri mánudagsköku. Kakan er í ætt við frönsku dásemdina sem við þekkjum flest og elskum að baka því hún er ávallt svo fljótleg en um leið svo dásamlega góð. Þessi er svo uppfærð útgáfa...
Snúðar betri en úr bakaríi
Uppskriftina af bestu snúðunum má nú einungis nálgast hjá upprunalegum höfundi: https://vallagrondal.is/snudar-betri-en-ur-bakariinu/
Glútenlausa brauðið
Þrátt fyrir að hafa bakað ótal uppskriftir af glútenlausu brauði eru ekki margar þeirra sem ég hef verið ánægð með. Þetta brauð aftur á móti er æðislegt. Það er alls ekki þurrt eins og oft vill verða með glútenlaus brauð heldur er það dúnmjúkt og bragðgott. Það tekur enga stund að skella í það og...
Rababarakaka með marengstoppi
Það eru eflaust þó nokkrir sem eiga birgðir af rababara frá því í sumar. Ég er reyndar ekki svo lánsöm, en rakst hinsvegar á frosinn rababara í búð á dögunum og fékk skyndilöngun í góða rababaraköku. Þessi kaka er búin að vera á to do listanum mínum í ansi langan tíma og nú var komið...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Bestu glútenlausu smákökurnar
Þessi uppskrift er frá Danielle Walker en hún er uppáhalds matarbloggarinn minn. Hún heldur úti síðunni http://againstallgrain.com/ og mæli ég eindregið með bæði blogginu hennar og matreiðslubókunum. Þessar smákökur þykja öllum góðar. Þær eru frekar seigar undir tönn (chewy) og minna á vissan hátt á hinar sígildu Subway kökur. Þetta hefur lengi verið uppáhalds smákökuuppskriftin...
Veislubomba Önnu Rutar
Þessa köku bar ég fram í veislu fyrir nokkur og hún kláraðist á mettíma og margir sleiktu diskana sína i von um að sælan myndi vara örlítið lengur. Veislubomban er fögur og hentar vel á veisluborðið en að auki er hún syndsamlega góð og örlítið jólaleg. Njótið vel kæru vinir. Kveðja Anna Rut! Veislubomba Önnu Rutar...
Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum
Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru...
Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi
Mig fer alltaf að langa í þessa dásamlegu kanilskúffuköku þegar jólin nálgast enda hefur þessi kaka verið kölluð jólaskúffukaka á mínu heimili. Uppskriftin er bæði fljótleg og sáraeinföld og passar ótrúlega vel að skella í eina svona til að gæða sér á í jólastússinu. Eftir að ég greindist með eggjaofnæmi hefur þessi uppskrift komist í...
Hollar haframjölsbollur
Hver elskar ekki nýbakaðar brauðbollur? Hér er á ferðinni uppsrift að brauðbollum sem ég hreinlega elska. Þær eru hollar og ótrúlega bragðgóðar og á mínu heimili er slegist um síðustu bolluna…..svo mikið kósý eitthvað! Hollar haframjölsbollur 2 dl haframjöl 1 ½ dl sólkjarnafræ 1 ½ dl hörfræ 6 dl vatn 5 dl súrmjólk 1...
Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr
Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies
Þessi ljúffenga sælgætiskaka var í eftirrétt í einu matarboði sem ég hélt á dögunum, gerð á degi þar sem sykurlöngunin var í einhverju sögulegu hámarki. Það dylst engum að kakan er bomba, en góð er hún…meira að segja hættulega góð. Sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies Botn 100 g suðusúkkulaði 80 g smjör 3 msk...
Heimsins besta kaka – norskur klassíker
Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara en látið ekki blekkjast hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur sínar að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnaveislur, afmæli og já í raun...
Kanilsnúðar á 30 mínútum
Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu! En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og...
Kakan sem mátti borða í morgunmat
Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur...
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...