Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið. Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com 500 g nautahakk 1 rauðlaukur, skorinn smátt 3-4 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk salt 1 tsk pipar 1...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
BBQ kjúklingur
Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði. BBQ kjúklingur 4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 1...
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu
Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti. Svona uppskrift sem fær mann til að fá sér meira og meira og meira og ætti að vekja lukku hjá öllum aldurshópum. Þessi uppskrift er ekki sterk, en sumir eru mjög viðkvæmir fyrir chilí og þá má að sjálfsögðu sleppa því. Hér er á...
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
„Allt í einni pönnu“ lasagna
Fljótlegt og frábært lasagna sem sparar uppvaskið svo um munar og bragðast dásamlega. Þetta er rétturinn sem smellpassar inn í líf okkar flestra á virkum dögum þegar tími til eldamennsku er af skornum skammti, en þegar okkur langar samt í eitthvað gott. Hér fara öll hráefnin á pönnuna og látið malla þar til heimilið ilmar...
Fimm stjörnu wok í ostrusósu
Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni. Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
“Rocky road” nammibitar með lindubuffi og karamellu
Næsti gestabloggari á GulurRauðurGrænn&salt er Melkorka Árný Kvaran íþrótta- og matvælafræðingur. Melkorka er eigandi og stofnandi fyrirtækisins Kerrupúl sem er með sérsniðin námskeið hugsuð fyrir mæður í fæðingarorlofi þar sem barnið kemur með i vagninum meðan móðirin styrkir sig eftir barnsburð, jafnt líkamlega sem andlega. Melkorka er einnig með útipúlsnamskeið i Laugardalnum og eru þau hugsuð fyrir...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...