Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Tag: <span>fljótlegt</span>
Marengs með berjarjóma
Snillingurinn hún Silla sem heldur úti blogginu Sillumatur sló rækilega í gegn á dögunum þegar hún var gestabloggari hér á GRGS með Besta kjúklingarétti EVER. Hún gaf mér jafnframt uppskrift af einum af sínum uppáhalds eftirréttum en það er marengs með berjarjóma sem er fullkominn í einfaldleika sínum og birtist nú hér fyrir ykkur að njóta....
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Tælenskt kjúklingasalat
Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...
Hjónabandssæla með smá aukasælu
Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rababarauppskeruna og skella í þessa – algjört nammi namm! Deigið sett í botninn Rababarasulta smurð yfir deigið Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir allt...
Pistasíu pestó kjúklingur
Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
Skyrkakan sem slær alltaf í gegn
Þessa himnesku skyrköku bauð ég upp á í veislu sem ég var með á dögunum og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Skyrkakan inniheldur vanilluskyr, rjóma og hvítt súkkulaði sem flattera hvort annað fullkomlega. Með henni er svo frábært að bera frosin eða fersk ber að eigin vali sem auka á...
Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu
Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Pönnukökur með bönunum og súkkulaðibitum
Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér. Pönnukökur með bönunum...
Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það. Í...
Epla- og ostafylltar kjúklingabringur
Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa. Epla- og ostafylltar kjúklingabringur Fyrir 4-5 4 – 5 kjúklingabringur salt og pipar 2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga...
Kung pao kjúklingur
Hér er á ferðinni bragðmikill kjúklingur sem á rætur sínar að rekja til Kína. Snilldin við þennan rétt er að hægt er að leika sér með hráefnin að vild og nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum. Endilega smakkið sósuna vel til og bætið chillí maukinu saman smátt og smátt þannig að styrkleiki sósunnar...
Hinn fullkomni eftirréttur
Fyrsta matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út stuttu fyrir jól og fékk frábærar viðtökur. Bókin hefur að geyma rétti sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og þar sem hráefnum er haldið í lágmarki og flækjustiginu jafnframt. Í þessari bók má finna bragðgóðar uppskriftir að bragðgóðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum. Í tilefni...