Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Tag: <span>kvöldmatur</span>
Kjúklinga- og spínatlasagna
Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar. Kjúklinga og spínatlasagna 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum) Olía 1 msk karrý 2 laukar, saxaðir smátt 3 dl rjómi 2 dósir...
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum
Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”
Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Hátíðleg humarsúpa
Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað. Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki
Nýlega lá leið mín með góðum vinum á veitingastaðinn RUB23. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð var mikil gleðiferð. Ekki nóg með það að maturinn hafi verið skemmtilega útfærður, frumlegur og góður, að þá var þjónustan jafnframt framúrskarandi. Það er alltaf ánægjulegt þegar að veitingastaðir leggja áherslu á að starfsfólkið sé...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Taco pítsa
Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð. Taco pizza...