Jæja þá er ferming afstaðin og mikið sem hún heppnaðist vel og dagurinn fallegur og gleðilegur. Ég mun koma með fermingarfærslu bráðlega þar sem ég fer yfir atriði sem gott er að hafa í huga við fermingarundirbúninginn en fyrst smá hvíld. Ég birti mynd á instagram af geggjaðri rjómaostaídýfu með mangó chutney og salthnetum sem...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu
Þessum rétt var ég næstum búin að gleyma og mjög mörg ár síðan hann var gerður síðast. En í gær þegar mig langaði í eitthvað gott og smá djúsí kom þessi uppskrift upp í hugann. Dásamlega einföld og ótrúlega góð. Salsakjúklingur með nachos og ostasósu Fyrir 4-6 Styrkt færsla 900 g kjúklingabringur eða...
Oreo súkkulaðimús
Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar. Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús Oreo súkkulaðimús Fyrir 6 300 g...
Sítrónurjómapasta frá Sophiu Lauren
Sumardagurinn fyrsti á sérstakan stað í mínu hjarta og er að mínu mati aðeins öðruvísi en hinir dagarnir. Ég vil meina að ég hafi fæðst á þessum degi (óstaðfest) og hafi því fengið í vöggugjöf jákvætt hugarfar sem hefur gagnast mér einstaklega vel í gegnum lífið (staðfest). Svona sól í hjarta þó úti hafi verið...
Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu
Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum
Þetta er svona “guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami. Prufið þennan! Algjört gúrm! Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum Fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry hunangs grillolía, t.d. frá Caj P. hvítlauksduftsalt og pipar...
Gulrótarsúpa með engiferi og naan brauð með fetaostaólífufyllingu
Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið. Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...
Svaðalegur svartbaunaborgari með avacado sweet chilí sósu
Fyrir þá sem elska grænmetisborgar sem og þá sem elska þá ekki – þá er þessi sá eini rétti fyrir ykkur. Ég get varla lofað þennan svartbaunaborgara nógsamlega. Trixið er að gera hamborgara og láta engann vita að þetta sé “hollari týpan”. Fjölskyldumeðlimir munu lofa þennan hástert. Ég mæli svo sannarlega með að tvöfalda eða...
Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu
Þessi dásemdar pastaréttur er sannkallaður boðberi sumarsins. Kælt hvítvín, þessi uppskrift og gott súrdeigsbrauð og volá – þið eruð komið með hinn besta veislumat sem er tiltölulega góður fyrir budduna, fáránlega fljótlegur og ó-svo bragðgóður. Ég notaði ferska basilíku því hún setur að mínu mati punktinn yfir i-ið þegar pastaréttir eru annars vegar en hitt...
Fiskur og grænmeti í gómsætri mangó jógúrtsósu
Ég hef sagt það áður en segi það aftur – mikið er gott að fá góðan fiskrétt. Hráefni sem ég elda ekki nægilega oft en veitir vellíðan og með réttri uppskrift hinn mesti veislumatur. Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og í hana má nota hvaða fisk sem er í rauninni. Klikkar aldrei. Fiskur í...
Ricotta pönnukökur ala Nigella
Þessar pönnukökur sem koma frá hinni dásamlegu Nigellu Lawson eru frábrugðnar hinum hefðbundnu pönnukökum að því leyti að þær innihalda ricotta sem gerir þær dásamlega létta og ljúffengar. Með því að velta léttþeyttu eggjahvítunum út í ricotta blönduna í lokin fæst þessi yndislegi léttleiki. Pönnukökurnar smellpassa með ferskum berjum og hlynsírópi. Gleðilegt væntanlegt sumar! ...
Tælensk naglasúpa
Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina. Njótið vel! Tælensk naglasúpa Fyrir 4 Styrkt færsla 3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Philippo Berio 600 g kjúklingalæri, t.d. frá...
Músli sælgætisbitar með hnetusmjöri og sykurpúðum
Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum! Múslí sælgætisbitar 250 g súkkulaðihafrakex 200 g smjör, skiptist niður 100 g hnetusmjör 150 g síróp 50 g sykur 40 g sykurpúðar 250 g Kellogg’s...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Lasagna sem enginn trúði að ég hefði gert
Ég held ég hafi ansi oft fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...
Vegan brownie með kókos, döðlum, chia og gojiberjum
Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðri súkkulaðiköku og enn betra ef hún inniheldur góða næringu sem veitir okkur vellíðan – bæði á líkama og sál. Þessi dásamlega brownie kemur frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen. Þar má finna margt gómsætt og girnilegt og ég kolféll fyrir þessari uppskrift sem ég...
Ofureinföld eplakaka með stökkum múslímulningi
Hvað er betra en nýbökuð ylvolg eplakaka með ís og..já ég sagði OG rjóma. Þessi uppskrift er ofureinföld í gerð og bragðast hreint út sagt dásamlega. Kanillegin epli með karmellukeim og stökkum múslímulningi sem setur punktinn yfir i-ið í þessari frábæru uppskrift. Bakið – borðið og njótið! Frábær eplakaka og svo ofureinföld Eplakaka...
Nautavefja með hvítlauksostafyllingu
Nautakjöt með hvítlauksostafyllingu – jafn gott og það hljómar. Nautavefja með hvítlauksostafyllingu Styrkt færsla Fyrir 2-3 600 g nautakjöt 200 g rjómaostur, t.d. Philadelphia classic 2 dl 18 % sýrður rjómi, td. frá Mjólka 2-3 hvítlauksrif, pressuð salt og pipar timían Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og hvítlauksrifjum saman í skál og hrærið vel. Fletjið...