Fyrir minn uppáhalds dag, bolludaginn, gaf Nói Síríus út bækling sem var unninn í samvinnu við GulurRauðurGrænn&salt. Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni og leika með ýmsar útgáfur af gúrmei bollum. Við lögðum að þessu sinni áherslu á girnilegar fyllingar en í bæklinginum má hinsvegar finna tvær skotheldar uppskriftir...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Ljómandi lasagna með rjómaostasósu
Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...
Hnetubomba Dagnýjar
Hún Dagný Rut Hjartardóttir er matgæðingur mikill og sérstök áhugamanneskja um heilsusamlegt matarræði. Hún birti á dögunum mynd á instagram síðu sinni af ómótstæðilegri hnetubombu sem hún er svo dásamleg að deila með lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Dagný Rut er gestabloggari GRGS Ég er 25 ára dama úr Hafnarfirðinum með bilaðan áhuga á heilbrigðum lífstíl, matargerð, ljósmyndum og...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Collagen chia grautur með hindberjum
Mig langar að deila með ykkur uppskrift af uppáhalds morgunverðagrautnum mínum. Hann er svo dásamlega einfaldur í gerð og stútfullur að góðri næringu eins og möndlum, hindberjum, hörfræjum, chiafræjum, höfrum, rúsínum, hindberjum og Feel Iceland Amino Marine Collagen duft sem kemur frá íslenska frumkvöðlafyrirtækinu Ankra. Grauturinn er gerður að kvöldi einfaldlega með því að blanda...
Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum
Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta...
Græna sólin – magnaður morgundrykkur
Dagarnir byrja að mínu mati vel með góðum og saðsömum morgundrykk og þessi er alveg frábær. Græna sólin er stútfull af góðri næringu eins og Orku Þrennunni, möndlumjólk, döðlum, hampfræjum og hnetusmjöri. Svei mér þá ef við erum ekki að tala um alveg nýtt uppáhald. Þennan verðið þið að prufa. Nýlega kom á markaðinn Orku...
Frábær karrý kjúklingaréttur með kókosnúðlum
Erum við ekki alltaf í leit að réttum sem eru einfaldir, fljótlegir, næringarríkir og dásamlega bragðgóðir. Hér er einn sem er í miklu uppáhaldi enda algjörlega frábær. Dömur mínar og herrar leyfið okkur að kynna karrý kjúklingarétt með kókosnúðlum. Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum – vörur úr versluninni Snúran Karrý kjúklingur með kókosnúðlum 700...
Unaðslegt risotto með smjörsteiktum aspas
Helgarmaturinn er nú frekar ljúffengur að þessu sinni en það er dásemdar risotto með smjörsteiktum aspas. Í minningunni er risotto frekar tímafrekur og flókinn réttur, en það á ekki við neina stoð að styðjast hér. Uppskriftin er fljótleg og frábær og mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum sem hana gera. Hér er komin...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Currywurst fyrir frábæra stemmningu í góðum félagsskap
Nýlega var ég stödd í Þýskalandi þar sem ég féll algjörlega fyrir þjóðarrétti þeirra sem kallast Currywurst og færir pylsur á algjörlega nýtt plan. Rétturinn felur í sér Bratwurts pylsur sem nú þegar er hægt er að fá í flestum matvöruverslunum en uppáhalds pylsurnar mínar sem eru án allra aukaefna fást hinsvegar í Ísbúðinni í...
Frábær steikarsósa fyrir þá sem ekki kunna að gera sósur
Nú verður að viðurkennast að styrkleikar mínir liggja ekki í sósugerð og satt best að segja hef ég hingað til látið aðra sjá um það verk. En nú eru breyttir tímar og um daginn afrekaði ég að gera sósu sem var með þeim betri sem ég hef bragðað (sorry bernaise). Sósan sem um ræðir er...
Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu
Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur....
Ískaka með Baileys makkarónukurli
Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Betri en “take away” kjúklingaréttur í rauðri kókoskarrýsósu
Fyrir mér er fátt betra en góður asískur réttur. Kostirnir við asíska matargerð eru margir en þó helst þeir að maturinn er einfaldur í gerð, meinhollur og bragðast dásamlega. Allt sem við elskum við asíska matargerð er nú samankomið í þessum dásemdar kjúklingarétti sem er mildur og bragðgóður og betri en nokkur take away sem...