Síðastliðinn þriðjudag var frumraun mín í sjónvarpi þegar Sjónvarp Símans sýndi þáttinn Ilmurinn í eldhúsinu sem unnin var af SKOT production. Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að horfa á sjálfan sig í svona löngum þætti, en ég er sátt við útkomuna og þakka ég því fagmönnum sem að þessum þáttum stóð....
Category: <span>Forréttir</span>
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Rósmarín hnetublanda
Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í...
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Vinsæli forrétturinn
Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það...
Hátíðleg humarsúpa
Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað. Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Sushipítsa
Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg! Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin...
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
- 1
- 2