Þetta er svo mikið nýjasta uppáhalds uppskrift mín að lambalæri. Úrbeinað og fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti – lamb sem sló í gegn á mínu heimili á páskadag. Ég úrbeinaði lambið sjálf (innsog) og þrátt fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað ég væri að gera gekk það furðuvel. Orðið úrbeina flækir þetta kannski bara...
Category: <span>Kjöt</span>
Lasagna sem enginn trúði að ég hefði gert
Ég held ég hafi ansi oft fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...
Nautavefja með hvítlauksostafyllingu
Nautakjöt með hvítlauksostafyllingu – jafn gott og það hljómar. Nautavefja með hvítlauksostafyllingu Styrkt færsla Fyrir 2-3 600 g nautakjöt 200 g rjómaostur, t.d. Philadelphia classic 2 dl 18 % sýrður rjómi, td. frá Mjólka 2-3 hvítlauksrif, pressuð salt og pipar timían Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og hvítlauksrifjum saman í skál og hrærið vel. Fletjið...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi
Hér er frábær uppskrift að kalkúni sem ég var með á jóladag, kalkúnabringan var lögð í pækil (kryddað saltvatn) sem gerði hana extra safaríka og styttir eldunartímann. Með þessu bar ég trönuberjafyllingu, sæta kartöflumús með geggjuðum Kornflex mulningi. Þetta var síðan toppað með yndislegri púrtvínssósu (má líka nota rauðvín) sem fyrst að ég gat gert...
Hægelduð önd með eplafyllingu, sósu lata mannsins og bestu sætkartöflumús allra tíma með pekanhnetukurli
Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Nautasteik í gúrm marineringu
Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...
Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti
Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Ljómandi lasagna með rjómaostasósu
Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...
Smjörböðuð nautasteik beint frá bónda og einföld bernaise sósa
Nú þegar Valentínusardagurinn er á næsta leiti er ekki úr vegi að gera vel við sig…þá sjaldan segi ég og skrifa. Góð nautasteik og bernaise klikkar seint og tala nú ekki um þegar íslenska eðalsmjörið okkar spilar einnig stórt hlutverk. Ég legg mikið upp úr því að nautakjötið sé í góðum gæðum, hér skiptir gott...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Vinsælustu uppskriftir GRGS ársins 2016
Þá er kominn tími á að gera upp árið 2016 í máli og myndum. Það er alltaf gaman að líta yfir farinn veg áður en maður dembir sér í nýja árið. GulurRauðurGrænn&salt fékk lénið grgs.is og voru margir sem glöddust yfir því enda töluverð vinna sem fer í að skrifa nafnið sem hægt er þá...
Currywurst fyrir frábæra stemmningu í góðum félagsskap
Nýlega var ég stödd í Þýskalandi þar sem ég féll algjörlega fyrir þjóðarrétti þeirra sem kallast Currywurst og færir pylsur á algjörlega nýtt plan. Rétturinn felur í sér Bratwurts pylsur sem nú þegar er hægt er að fá í flestum matvöruverslunum en uppáhalds pylsurnar mínar sem eru án allra aukaefna fást hinsvegar í Ísbúðinni í...
Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu
Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur....
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Bjórmarinerað nautakjöt
Hér er á ferðinni marinering fyrir nautakjöt sem er nú með þeim betri, þar sem bjórinn setur hreinlega punktinn yfir i-ið og gerir kjötið lungnamjúkt. Leyfið þessu að liggja í einfaldri marineringunni í að minnsta kosti 6 tíma og þið eruð komin með uppskrift sem erfitt er að gleyma. Njótið vel. Kjöt á diskinn...