Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Category: <span>Salat</span>
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Rjómalagaðar kartöflur með vorlauk
Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Avacadosalat með agúrku og tómötum
Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér. Avacadosalat með agúrku og tómötum 400 g plómutómatar 1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 avacado, skorin í teninga...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
- 1
- 2