Jæja þá er ferming afstaðin og mikið sem hún heppnaðist vel og dagurinn fallegur og gleðilegur. Ég mun koma með fermingarfærslu bráðlega þar sem ég fer yfir atriði sem gott er að hafa í huga við fermingarundirbúninginn en fyrst smá hvíld. Ég birti mynd á instagram af geggjaðri rjómaostaídýfu með mangó chutney og salthnetum sem...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu
Þessum rétt var ég næstum búin að gleyma og mjög mörg ár síðan hann var gerður síðast. En í gær þegar mig langaði í eitthvað gott og smá djúsí kom þessi uppskrift upp í hugann. Dásamlega einföld og ótrúlega góð. Salsakjúklingur með nachos og ostasósu Fyrir 4-6 Styrkt færsla 900 g kjúklingabringur eða...
Oreo súkkulaðimús
Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar. Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús Oreo súkkulaðimús Fyrir 6 300 g...
Sítrónurjómapasta frá Sophiu Lauren
Sumardagurinn fyrsti á sérstakan stað í mínu hjarta og er að mínu mati aðeins öðruvísi en hinir dagarnir. Ég vil meina að ég hafi fæðst á þessum degi (óstaðfest) og hafi því fengið í vöggugjöf jákvætt hugarfar sem hefur gagnast mér einstaklega vel í gegnum lífið (staðfest). Svona sól í hjarta þó úti hafi verið...
Frábærar múslí brownies
Þessar brúnkur rjúka út í öllum boðum og ávallt er beðið um uppskriftina sem ég gef að sjálfsögðu með glöðu geði. Sonur minn sagði að þetta væri í alvörunni bestu kökur sem hann hafði bragðað og ég get alveg tekið undir það að þær komast ansi ofarlega á listann. Svo elskum við hvað þær eru...
Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum hjá kökumeistaranum sjálfum henni Kristínu Viktors en hún heldur úti Ævintýrakökur Stínu sem gerir ævintýralega fallegar kökur fyrir ýmis tilefni. Uppskriftin að þessum kökum gleymdist þar til nú – en betra er seint en aldrei. Þessar eru gjörsamlega ómótstæðilegar. Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði Ca. 12...
Ricotta pönnukökur ala Nigella
Þessar pönnukökur sem koma frá hinni dásamlegu Nigellu Lawson eru frábrugðnar hinum hefðbundnu pönnukökum að því leyti að þær innihalda ricotta sem gerir þær dásamlega létta og ljúffengar. Með því að velta léttþeyttu eggjahvítunum út í ricotta blönduna í lokin fæst þessi yndislegi léttleiki. Pönnukökurnar smellpassa með ferskum berjum og hlynsírópi. Gleðilegt væntanlegt sumar! ...
Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu
Haldið ykkur fast! Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Krispy Kreme er komin ein rooooosaleg og gjörsamlega ómótstæðileg ostakaka með súkkulaðibotni og saltkaramellu. Þessi slær í gegn svo um munar! Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu Styrkt færsla 20 súkkulaði samlokukex 3 msk smjör, brætt 3 (225 g) pakkar rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur...
Músli sælgætisbitar með hnetusmjöri og sykurpúðum
Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum! Múslí sælgætisbitar 250 g súkkulaðihafrakex 200 g smjör, skiptist niður 100 g hnetusmjör 150 g síróp 50 g sykur 40 g sykurpúðar 250 g Kellogg’s...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörsósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...
Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið
Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk,...
Einföld og ómótstæðileg eplakökuvefja
Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég. Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég...
Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Stökkir sætkartöfluklattar með fetaostarjómasósu og út að borða fyrir tvo á Grillmarkaðinn
Grillmarkaðurinn og Allegrini vínhús á Ítalíu, efna til matarveislu dagana 16.- 17. febrúar 2018. Hrefna Sætran og matreiðslumenn Grillmarkaðarins hafa sett saman 9 rétta matarveislu í tilefni heimsóknar Francesco Allegrini sem hefur sérvalið vín með hverjum rétti. Allegrini er meðal virtustu og áhrifamestu vínhúsa Ítalíu. Vín þeirra hafa notið mikilla vinsælda bæði hér á landi ogum heim...
Allra besta hráfæðikakan – tilbúin á 15 mínútum!
Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! Nei sko –...
Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi
Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það...
Kjúklingur í sítrónu-, rósmarín- og hvítlaukssósu
Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir...