Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Speltpizza með tómatchilísósu
Er ekki kominn tími á gott pizzakvöld? Þessi uppskrift er mitt nýja uppáhald. Þunnur stökkur botn og ómótstæðileg en um leið ofureinföld tómatchilí pizzasósa gera þessa aðeins öðruvísi og svei mér þá ef ekki aðeins betri. Í þessari uppskrift notum við gróft spelt og durumhveiti eða pizzahveiti en auðvitað getið þið leikið ykkur að því...
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
Ofneysla sykurs, markaðsöfl og áhrif. Hvert viljum við stefna?
Á dögunum fór ég á ráðstefnu sem bar heitið Foodloose þar sem mataræði nútímamannsins og áhrif þess á lífsstílssjúkdóma var skoðað frá mörgum hliðum. Þar var fjallað um hvort vísindin sem við byggjum baráttu okkar gegn lífsstílssjúkdómum standi á sterkum grunni og þar af leiðandi hvort skilningur okkar á grunnforsendum í meðhöndlun þessara sjúkdóma sé...
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
Með sumrinu kemur sólin og sumarpartýin, þá er nú aldeilis gaman að eiga uppskrift af góðri ídýfu sem hægt er að bera fram með baquette eða nachos. Þessi spínatídýfa með mozzarellaosti og beikonkurli er lauflétt í gerð en ómótstæðilega góð. Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli 8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar...
Bananakaka með möndlu- og döðlubotni toppuð með kókossúkkulaðikremi
Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni. Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi 4 þeyttar eggjahvítur 1 dl döðlumauk (heitu vatni...
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Avacadosalat með agúrku og tómötum
Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér. Avacadosalat með agúrku og tómötum 400 g plómutómatar 1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 avacado, skorin í teninga...
Einföld karamellu kókossósa
Nú má ég til með að deila með ykkur uppskrift af dásamlegri karamellusósu með kókosbragði sem er bæði einföld og fljótleg í gerð. Sósan er fullkomin út á ísinn, til að dýfa eplum í eða jafnvel bara ein og sér. Sósan geymist í kæli í lofttæmdum umbúðum í alla að 7 daga og má hita...
Raw lakkríssúkkulaði
Um helgina var mér boðið ásamt fleira góðu fólki á Kolabrautina í Hörpu þar sem við fengum að upplifa matargerð eins og hún gerist best. Þar hafði Gunnar Arnar Halldórsson matreiðslumeistari Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihéldu allir LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW. Réttirnir voru hver öðrum betri. Í forrétt fengum við grillað hvítkál...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...
Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum
Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...