Það er ofureinfalt og fljótlegt að gera sína eigin haframjólk
Recipe Tag: <span>hafrar</span>
Hafrabrauð betra en úr bakaríi
Þetta brauð er svo mikil snilld! Stökkt að utan, lungnamjúkt að innan og hafrarnir setja punktinn yfir i-ið!
Ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri
Nú eru mörg farin af stað aftur í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Þá er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9...
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos
Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með...
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanil
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi
Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí. Ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með rjóma eða ís. Það er lítið mál að gera hana vegan en þá þarf bara að skipta smjörinu út fyrir vegan smjör. ...
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði
Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá. Ég nota ferkantað form sem er 20x20cm en þannig finnst mér ég fá sem jafnasta bita. Súkkulaðið sem ég nota í...
Dýrðleg hafrakaka með kókossúkkulaðihjúp
Valgerður Gréta Guðmundsdóttir Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel
Hægeldaður hafragrautur úr stálslegnum höfrum
Í nokkurn tíma hafa netmiðlar lofað hafragraut úr höfrum sem heita steel cut oats eða stálslegnir hafrar. Þeir eru talsvert hollari en þeir hafrar sem við erum vön enda lítið sem ekkert unnir og fá að viðhalda sínu náttúrulega bragði og lögun. Þeir eru trefjaríkari, járnríkari og almennt næringarríkari en malaðir hafrar og glúteinlausir að...