Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Recipe Tag: <span>hindber</span>
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Unaðslegt lakkrís og hindberja triffli
Muniði eftir rauðu og svörtu sleikjónum sem fengust í gamla daga? Hindberja og lakkrísbragð. Annað hvort elskaði fólk þá eða hataði. Ég vil þó meina að það hafi verið töluvert fleiri í hópnum sem elskuðu þessa bragð samsetningu. Þessi dásemdar eftirréttur er óður til þeirrar tvennu. Þetta er alls ekki flókinn eftirréttur, bara spurning um...
Hindberja- og sítrónumarmarakaka með himnesku kremi
Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...
Ferskur hindberjaþeytingur með Ab mjólk, engifer, spínati, appelsínum og hampfræjum
Byrjum daginn á þessum bragðgóða og meinholla morgunverðarþeytingi með Ab mjólk, engifer, spínati, appelsínum og svo stráum við hampfræjum í lokin og jafnvel smá sírópi. Meinhollur og dásamlega fagur Hindberjaþeytingur með engifer, spínati, appelsínum og hampfræjum Styrkt færsla fyrir 2-3 2 banani 3 lúkur spínat 5 dl hindber 500 ml AB mjólk frá...
Melkorku muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði
Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar! Melkorku muffins 1 bolli= 240 ml 3 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 3 tsk lyftiduft 125 gr. hvítir súkkulaðidropar 125 gr. bráðið smjör...