Fyrir 2
Recipe Tag: <span>ostakaka</span>
Jarðarberja ostakaka með jarðarberjaskyri, mascarpone og lemon curd
Sólin hækkar á lofti og vonandi förum við að sjá aðeins meira af vorinu. Þessi dásamlega terta er að mínu mati boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og falleg. Passar fullkomlega á Páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er ekki erfið í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er fullkomlega...
Litlar ostakökur í glasi með súkkulaðikexi, jarðaberjum og vanillu
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu “ostaköku” blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og...
Vegan New York ostakaka með heimagerðum kexbotni og jarðarberjum
Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....
Algjörlega trufluð vegan snickers ostakaka
Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu og þessi er það svo sannarlega. Snickers er líka best og mér fannst því alveg þjóðráð að blanda þessu saman. Þessi kaka er hinsvegar...
Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu
Haldið ykkur fast! Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Krispy Kreme er komin ein rooooosaleg og gjörsamlega ómótstæðileg ostakaka með súkkulaðibotni og saltkaramellu. Þessi slær í gegn svo um munar! Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu Styrkt færsla 20 súkkulaði samlokukex 3 msk smjör, brætt 3 (225 g) pakkar rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur...
Oreo ostakaka með Dumle karamellusósu
Þessi kaka er ekki aðeins einföld í gerð heldur er hún himnesk á bragðið og slær alltaf í gegn. Kökuna er hægt að gera með 2-3 daga fyrirvara, því það er eins og hún verði bara betri eftir því sem dagarnir líða, sem er næstum óskiljanlegt. Mæli með að þið prufið þessa dásemd. ...