Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Tag: <span>kjúklingur</span>
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Pistasíu pestó kjúklingur
Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
Epla- og ostafylltar kjúklingabringur
Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa. Epla- og ostafylltar kjúklingabringur Fyrir 4-5 4 – 5 kjúklingabringur salt og pipar 2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga...
Kung pao kjúklingur
Hér er á ferðinni bragðmikill kjúklingur sem á rætur sínar að rekja til Kína. Snilldin við þennan rétt er að hægt er að leika sér með hráefnin að vild og nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum. Endilega smakkið sósuna vel til og bætið chillí maukinu saman smátt og smátt þannig að styrkleiki sósunnar...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku
Þó svo að vorið sé ekki komið til okkar að þá má engu að síður þykjast. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur réttur sem færir okkur að minnsta kosti sól í hjarta. Nýja uppáhaldið mitt eru kjúklingalæri sem eru ljúf tilbreyting frá kjúklingabringunum en þau eru oft mýkri og safaríkari. Í þessari uppskrift notaði...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
BUGL – Tæland og bragðmikil mexíkósúpa með kjúklingi
Fljótlegir réttir fyrir sælkera Síðustu vikur hefur verið mikið að gera í kringum bók mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – og óhætt að segja að hver einasta mínúta verið vel skipulögð. Ég hef fengið að upplifa ótrúlega skemmtilega hluti og þar ber helst nefna dásamlegar viðtökur ykkar við bókinni – sem er framar öllum vonum...
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu
Grískur, fallegur, litríkur og ljúffengur er óhætt að nota sem lýsingu á þessum rétti sem tilvalið er að elda um helgina. Kjúklingabringur fylltar á grískan máta er ofureinfalt að gera og lætur viðstadda stynja af ánægju. Ekki skemmir svo fyrir að þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er einnig meinhollur. Njótið vel! Kjúklingabringur með grískri fetaostafyllingu 1 krukka...
Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu
Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá! Súrsætur kjúklingaréttur...
Piccata kjúklingur
Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að...