Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér. Þetta er haustleg og ljómandi góð terta sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hún er ekki flókin en það þarf smá natni...
Recipe Tag: <span>epli</span>
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Einföld eplabaka með kanil og kardimommum
Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða...
Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi
Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí. Ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með rjóma eða ís. Það er lítið mál að gera hana vegan en þá þarf bara að skipta smjörinu út fyrir vegan smjör. ...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Jarðarberjaþeytingur með eplum og engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...
Sumarlegur mangó þeytingur
Er ekki komið sumar annars? Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott. Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar...
Einfalt og sumarlegt kartöflusalat
Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt...
Kjúklingavefjur með eplabitum, sólþurrkuðum tómötum og mango chutney
Kjúklingavefjur með mangó chutney
Geggjað brokkolísalat með eplum og beikoni
Nú þegar grillvertíðin fer að hefjast er við hæfi að koma með uppskrift að meðlæti sem smellpassar með grillmatnum og þið munuð elska. Ég hef nú reyndar notað þetta sem meðlæti í allan vetur með kjúklingabringunum eða lambalærinu – alltaf vekur þetta jafn mikla lukku. Uppáhalds meðlætið! Brokkolísalat með eplum og beikoni 1 brokkolí,...
Einföld og ómótstæðileg eplakökuvefja
Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég. Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...