Fyrir 6 manns
Recipe Category: <span>Kaka</span>
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Algjörlega trufluð vegan snickers ostakaka
Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu og þessi er það svo sannarlega. Snickers er líka best og mér fannst því alveg þjóðráð að blanda þessu saman. Þessi kaka er hinsvegar...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Mjúk karamellu skúffa með flöffí karamellusmjörkremi
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!
Súkkulaðikaka með kókoskaramellu
Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er...