Gerir 30 stk
Recipe Category: <span>Nammibitar</span>
Hollar nammikúlur með hnetusmjöri, haframjöli og kókos
Það má leika sér með uppskriftina og setja pekanhnetur, rúsínur, trönuber og í raun það sem hugurinn girnist.
Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði
Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá. Ég nota ferkantað form sem er 20x20cm en þannig finnst mér ég fá sem jafnasta bita. Súkkulaðið sem ég nota í...
Hnetu klumpar með hvítu súkkulaði og kókos
Nei vá. Þetta er bara með því besta sælgæti sem ég hef útbúið. Fáránlega einfalt í gerð og fá innihaldsefni. Það er nauðsynlegt að rista hneturnar áður en lengra er haldið en þannig verður bragðið bæði betra og þær stökkari. Ég mæli einnig með því að geyma molana í kæli eða frysti en hvítt súkkulaði...
Súkkulaði & möndlu orkukúlur
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...
Trylltir kornflexbitar með hnetusmjöri og súkkulaði
Þessir sælgætisbitar slá allt út. Ég gerði þá fyrst fyrir mörgum árum síðan og í hvert sinn sem ég geri þá klárast þeir upp til agna. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyrir afmæli, saumaklúbb, föstudagskaffi í vinnunni eða bara fyrir okkur heima að njóta. Ótrúlega einfaldir í gerð og tilvalið að gera með...
Sítrónukaka með birki og grískum jógúrtgljáa
Það er bara eitthvað við sítrónukökur sem ég fæ bara aldrei nóg af. Ljós grunnur og bragðmikil sýran úr sítrónunni spila svo vel saman. Þessi kaka er einföld og helst lengi mjúk. Og algjörlega svona kaka sem flestum þykir góð. Í hana nota ég hreinu ab jógúrtina frá Örnu og ég er sannfærð um að...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
- 1
- 2