Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Recipe Tag: <span>bláber</span>
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos
Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Haustjógúrt kaka með bláberjum & heimagerðu hafrakexi
Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og...
Bláberjasulta & Rifsberjahlaup
Vertu velkomið haust! Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í sultu og gel gerð. Ég fór í smá berjamó í hverfinu mínu í dag og henti í smá sultu á eftir. Það þarf ekkert mikið...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Vorleg jógúrtterta með jarðarberjamauki og berjum
Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir. Ég skreyti hana venjulega með...
Bláberja og sítrónukaka með rjómaostakremi
Þessi kaka er alveg himnesk þó ég segi sjálf frá. Hún er frekar einföld í gerð, ótrúlega djúsí og bragðmikil. Ég nota ab mjólkina frá Örnu í deigið en það gerir það að verkum að hún verður alveg extra mjúk. Í henni eru einnig fersk bláber og ferskur sítrónusafi ásamt rifnum sítrónuberki sem gefur sérlega...
Bláberjacrumble með pekanhnetum og tröllahöfrum
Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...