Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Recipe Tag: <span>forréttur</span>
Nauta Carpaccio með pikkluðum rauðlauk
Carpaccio er skírt í höfuðið á myndlistamanni að nafni Vittore Carpaccio sem gerði garðinn frægan um 1500. Það er ekki skrýtið að fólk sé enn þann dag í dag að gæða sér á þessum rétti, enda einstaklega góður við flest tilefni. Hér erum við búnir að setja saman skemmtilega útfærslu sem gefur bragðlaukunum sannkallaða óvissuferð....
Einfalt og sumarlegt kartöflusalat
Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt...
Halloumi ostur í sumarbúningi
Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur. Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem...
Eurovision Ostasósa sem klikkar ekki!
Við Matarmenn erum heldur betur komnir í Eurovision fýling. Okkur langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds ostasósu sem hefur slegið rækilega í gegn í Mexico veislunum okkar. Gæðin leyna sér ekki í hverjum bitanum og langar okkur í raun að vara ykkur við þessari sósu því hún er hættulega góð ! Njótið í botn...
Stökkar avacadorúllur með jalapeno og kóríandersósu að hætti Cheesecake Factory
Avacadorúllur með jalapenó-kóríandersósu
Rjómaostafylltur jalapenos
Rjómaostafylltur jalapeno er frábær sem snarl, forréttur eða sem smáréttur á veisluborðið
Flotti forrétturinn
Aspas með parmaskinku og hollandaise sósu Þessi réttur er frábær sem forréttur, en hentar einnig svo miklu meira en vel sem meðlæti með nautakjöti. Stökkur aspasinn, sölt parmaskinkan og og ljúffeng hollandaise sósa eru þarna í samvinnu sem svínvirkar. Flotti forrétturinn 1 búnt aspas 1-2 bréf parmaskinka Skerið endana af aspasinum. Sjóðið í saltvatni í...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....
- 1
- 2