Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér. Þetta er haustleg og ljómandi góð terta sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hún er ekki flókin en það þarf smá natni...
Recipe Tag: <span>kanill</span>
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Einföld eplabaka með kanil og kardimommum
Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða...
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér...
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanil
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Lagtertan hennar ömmu – gamalt fjölskylduleyndarmál
Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég...
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði
Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel. Ég nota lífrænt 70% súkkulaði frá Rapunzel í þær og mér finnst það lykilatriði að nota dökkt gæðasúkkulaði í bollurnar. Kanillinn gefur líka...
Kryddskúffa með rjómaostakremi – vegan uppskrift
Þessi kaka er tilbrigði við skúffukökur eins og við þekkjum þær nema hún er með dásamlegu kryddbragði og mýkri og blautari í sér. Þetta dásamlega rjómaosta krem er engu líkt! Svo mjúkt og flöffí og alveg án allra dýraafurða. Oatly rjómaosturinn gerir ótrúlega mikið og kremið passar ótrúlega vel á þessa köku. Það er svo...
Hafra & Bananamúffur með stökkum kanilmulningi
Þegar maður á þreytta banana er nærtækast að baka bananabrauð og geri ég mikið af því. Hinsvegar finnst mér líka alveg frábært að gera allskonar múffur og þessar eru að mínu mati þær allra bestu. Það eru hafrar í kökunum sjálfum en kanilmulningurinn á toppnum er það sem slær allt út. Þessar kláruðust á núlleinni...
Kryddaðar jólakleinur
Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur. Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða...
Suðræn Kólibríkaka með ananas, bönunum og pekanhnetum
Þessi kaka er virkilega bragðgóð, falleg og djúsí. Minnir pínu á gulrótarköku en samt ekki…