Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Tag: <span>salat</span>
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Veitingastaðurinn Lemon – sælkera samlokur og sólskin í glasi!
Veitingastaðurinn Lemon ætti að vera flestum íslendingum vel kunnugur en þar hefur verið boðið upp á sælkerasamlokur og ferska djúsa í fjöldamörg ár. Lemon er á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu – Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56, Hjallahrauni Hafnarfirði og svo Hafnargötu 29, Reykjanesbæ…og auðvitað í öðru hverfi í París, 43 Rue des Petits Carreaux. Lemon leggur...
Túnfisksalat með eplabitum og anaskurli
Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn. Hið fullkomna túnfisksalat Túnfisksalat með eplum 2 litlar dósir túnfiskur 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður 1/2 grænt epli, saxað smátt 3 msk ananaskurl, safi síaður frá 3 egg, skorin smátt 1...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Avacadosalat með agúrku og tómötum
Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér. Avacadosalat með agúrku og tómötum 400 g plómutómatar 1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 avacado, skorin í teninga...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
- 1
- 2