Hátíðarvín GRGS 2018! Þá er loksins komið að þessu, hátíð ljóss og friðar, Bára komin í bleyti og mæjónesið orðið gult. Það er allt eins og það á að vera. Nema þú átt eftir að kaupa jólavínið. Sumir segja að það sé meiri pressa að velja frábært vín en að senda húsbóndann út að skjóta...
Category: <span>Uncategorized</span>
Náttúruvín vikunnar á Skál!
Náttúruvín vikunnar á Skál! Eitt af einkennum Skál! er að þau bjóða eingöngu upp á náttúruvín og er Skál! Fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi til að stiga það skref. Skál! flytur inn vín í samstarfi við Solfinn Danielssen víngúrú í Kaupmannahöfn En hvað er eiginlega náttúruvín? Náttúruvín hefur enga eina eiginlega lýsingu en eru vín sem unnin eru...
Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu
Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Kramdar hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti
Kramdar kartöflur með hvítlaukssmjöri og bræddum brie osti er ólýsanleg dásemd og virkilega skemmtilegur snúningur á þessum annars frábæru kartöflum. Hvítlaukskartöflur með bræddum brie osti 700 g kartöflur 1 msk ólífuolía salt og pipar 3 msk smjör, brætt 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk timían 225 g brie ostur, skorinn í litla bita. fersk steinselja,...
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Hafrakökur með kókos og súkkulaðirúsínum & ný matreiðslubók GRGS
Ég er að komast í jólaskap – ójá ég er ein af þessum sem kemst í jólaskap aðeins of snemma. Kannski er ein ástæða þess sú að hjá mér byrjar undirbúningur fyrir jólauppskriftir strax í haustbyrjun, jafnvel fyrr. Í fyrra gerði ég til dæmis jólakökubækling í júní. Þannig að jólaskap í nóvember í því samhengi...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Oreo ostakaka með Dumle karamellusósu
Þessi kaka er ekki aðeins einföld í gerð heldur er hún himnesk á bragðið og slær alltaf í gegn. Kökuna er hægt að gera með 2-3 daga fyrirvara, því það er eins og hún verði bara betri eftir því sem dagarnir líða, sem er næstum óskiljanlegt. Mæli með að þið prufið þessa dásemd. ...
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur með einungis þremur hráefnum
“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima,...
Bláberjacrumble með pekanhnetum og tröllahöfrum
Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...
Sheperd’s pie grænmetisætunnar
Þegar ég fór eitt sinn til London fór ég á stað sem bauð einungis upp á sheperd’s pie og gjörsamlega féll fyrir þessum dásemdar rétti. Hér er hann í grænmetisútgáfu stútfullur af góðri næringu. Rétturinn er virkilega bragðgóður og elskaður af öllum – líka þeim matvöndu. Smalabaka grænmetisætunnar Fyrir 4-6 Kartöflumús 500 g kartöflur, afhýddar...
Sushi Social eintök blanda af japanskri og suður-amerískri matargerð
Sushi Social ætti að vera flestum kunnugur en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður sem gekkst áður undir nafninu Sushi Samba og er staðsettur í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerískri matargerð í bland við frábæra stemmningu. Ég borðaði Sushi Social um daginn í góðum félagsskap en þar var meðal...
Ofureinfaldur eftirréttur með eplum, kókos, hvítu Toblerone súkkulaði og hnetumulningi
Þessi eftirréttur er í rosalega miklu uppáhaldi enda svona réttur þar sem öllu er blandað saman og látið inn í ofn. Þennan geta allir gert og allir borðað. Mæli sérstaklega með því að bera hann fram volgan með vanilluís. Epli, kókos, hvítt súkkulaði og hnetur eru meðal hráefna Toblerone eftirréttur 4 græn epli 1 dl...
Hnetubomba Dagnýjar
Hún Dagný Rut Hjartardóttir er matgæðingur mikill og sérstök áhugamanneskja um heilsusamlegt matarræði. Hún birti á dögunum mynd á instagram síðu sinni af ómótstæðilegri hnetubombu sem hún er svo dásamleg að deila með lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Dagný Rut er gestabloggari GRGS Ég er 25 ára dama úr Hafnarfirðinum með bilaðan áhuga á heilbrigðum lífstíl, matargerð, ljósmyndum og...
Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu
Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi… Frábær chilí tómatsúpa á YOY diskamottun úr versluninni Snúran Chilí tómatsúpa 2 laukar, skornir gróflega 2 hvítlauksrif, smátt...