Það er bara eitthvað við sítrónukökur sem ég fæ bara aldrei nóg af. Ljós grunnur og bragðmikil sýran úr sítrónunni spila svo vel saman. Þessi kaka er einföld og helst lengi mjúk. Og algjörlega svona kaka sem flestum þykir góð. Í hana nota ég hreinu ab jógúrtina frá Örnu og ég er sannfærð um að...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Vegan heilhveitimúffur með bönunum og valhnetum
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri. Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta...
Jarðaberjaterta með marsipani, dökku súkkulaði og vanillurjóma
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu
Keto Amerískar pönnukökur með bláberjum og sykurlausu sírópi
Mér finnast amerískar pönnukökur alltaf svo ótrúlega góðar og fátt eins gott á helgarmorgni með rjúkandi heitum kaffibolla. Þessa uppskrift hef ég þróað og betrumbætt í örugglega hátt í 5 ár og er svona mín “go to” uppskrift. Þær eru ótrúlega góðar og halda sér vel en það eru örfá atriði sem þarf að huga...
Mjúk kryddkaka með pekanhnetum
Þessi kryddkaka klárast alltaf strax á mínu heimili og nær ekki að kólna almennilega áður. Ég nota í þessa uppskrift blöndu af Rapadura hrásykri og Cristallino frá Rapunzel og það gefur kökunni alveg einstakt bragð sem erfitt er að ná fram með venjulegum hvítum sykri. Yfir þessari köku er vetrarlegur blær, blanda af góðum kryddum...
Þriggja laga jólamarengs með kókosbollurjóma
Til að flýta fyrir má að sjálfsögðu kaupa tilbúinn marengs.
Kryddaðar jólakleinur
Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur. Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða...
Bláberja og sítrónukaka með rjómaostakremi
Þessi kaka er alveg himnesk þó ég segi sjálf frá. Hún er frekar einföld í gerð, ótrúlega djúsí og bragðmikil. Ég nota ab mjólkina frá Örnu í deigið en það gerir það að verkum að hún verður alveg extra mjúk. Í henni eru einnig fersk bláber og ferskur sítrónusafi ásamt rifnum sítrónuberki sem gefur sérlega...
Klassískar Bollakökur
Guðdómlega mjúkar bollakökur sem henta vel við ýmis tilefni. Þetta er sú uppskrift sem ég hef stuðst við í mörg ár og klikkar aldrei. Þetta krem slær í gegn hver sem það fer, en fyrir þá sem vilja alls ekki kaffi má setja 1 msk af rjóma í staðin.