Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn...
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
Pönnukökur með piparkökukaramellu og pekanhnetu krókant
Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jóla bröns borðið en einnig frábær eftirréttur en...
Allra bestu piparkökurnar
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að...
Veisluísbomba með brownie botni
Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er gæddur unaðslegum grænum eplum, kanil og gómsætu kökukurli sem leikur um bragðlaukana.
Súkkulaði kladdsmákökur með Dumle fyllingu
Í þessa uppskrift notaði ég hátíðarútgáfuna af Dumle sem er með myntusúkkulaði og gerir smákökurnar enn hátíðlegri. Þið getið að sjálfsögðu notað hinar klassísku Dumle karamellur.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjóma
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Hollar nammikúlur með hnetusmjöri, haframjöli og kókos
Það má leika sér með uppskriftina og setja pekanhnetur, rúsínur, trönuber og í raun það sem hugurinn girnist.
Sörur í ofnskúffu með Dumle karamellu
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes að fyrirmynd Fredrikke Wærens
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanil
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af...
Hrekkjavöku graskerssúpa með draugalegum brauðstöngum
Það er tilvalið að draga út matarsóun og nýta graskerin til að gera bragðgóða og holla máltíð
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Vegan New York ostakaka með heimagerðum kexbotni og jarðarberjum
Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....