Glútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig...
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Trítla bollur með karamellu kremi og súkkulaðiperlum
Þessi litríka bolluveisla er hreint ævintýri fyrir krakkana! Nóg af litríku sælgæti frá Nóa Síríus og karamellukremið er algjör draumur og passar svo vel við vatnsdeigsbollurnar. Mínir krakkar vilja bara hafa bollurnar einfaldar og vilja til dæmis ekki sultu svo ég hafði það í huga þegar ég setti þessar saman. Gott krem, rjómi og nammi...
Heit epla og perubaka með stökkum Póló toppi
Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg...
Lúxus súkkulaðikaka með söxuðu súkkulaði & hnetusmjörskremi
Þessi kaka er algjörlega stórkostleg og tekur ekki langan tíma að gera. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi þessarar tvennu, súkkulaðis og hnetusmjörs og þessi kaka uppfyllir algerlega allar mínar væntingar. Kakan sjálf er alveg lungamjúk með góðu súkkulaðibragði og kremið er létt með áberandi keim af hnetusmjörinu. Ég nota kakóið frá Nóa Síríus í...
Hnetusmjörs klattar með dökku súkkulaði
Þessir klattar eru alveg ótrúlega bragðgóðir, einfaldir og fljótlegir. Allt í einni skál, óþarfi að kæla deigið og baksturstíminn er stuttur. Þeir eru vegan og henta því öllum sem forðast dýraafurðir og þeim sem eru annað hvort með mjólkur- eða eggjaofnæmi. Bragðlausa kókosolían frá Rapunzel er ótrúlega fjölhæf og hentar jafn vel í bakstur, hvort...
Himnesk karamellusúkkulaðihorn með pistasíum
Um helgar er tilvalin að skella í smá bakstur til að njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Svo ég tali nú ekki um þegar veður hefur verið í verri kantinum og varla hundi út sigandi. Þessi horn eru algjörlega himnesk og henta alveg sérlega vel með góðum kaffibolla. Ég nota suðusúkkulaðið með karamellukurli og sjávarsalti frá...
Íslensk kjötsúpa á 5 mínútum
Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Einföld og fljótleg döðlukaka með kanil
Þessi kaka er alveg fullkomin sunnudagskaka sem gott er að skella í með stuttum fyrirvara. Það er mjög einfalt að laga deigið og það þarf ekkert að bíða eftir því að hún kólni alveg. Krökkunum finnst þessi alveg dásamleg sem og okkur fullorðna fólkinu. Kakan er án dýraafurða og henta vel þeim sem sneiða hjá...
Grísk skál með marineruðum kjúklingi, avocadosalati og tzatziki jógúrtsósu
Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...
Pralín panna cotta með hafrarjóma og ferskum hindberjum
Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en...
Fullkomnar amerískar smákökur pakkaðar af súkkulaði
Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið...
Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það...
Lífrænir súkkulaði- & hnetuklattar
Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla...
Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu
Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur
Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...