Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti. Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt...
Recipe Category: <span>Kaka</span>
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Smákökur með karamellusúkkulaði og vanillukornum
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...
Bananakaka með valhnetum og súkkulaði
Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk....
Einföld appelsínukaka
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...
Hindberja- og sítrónumarmarakaka með himnesku kremi
Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...
Bragðarefs marengsbomba með nóa kroppi og jarðarberjum
Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara...
Enskar rúsínuskonsur & lemon curd
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...
Vorleg jógúrtterta með jarðarberjamauki og berjum
Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir. Ég skreyti hana venjulega með...
Vegan heilhveitimúffur með bönunum og valhnetum
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri. Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta...