Fyrir 4-6
Recipe Tag: <span>eftirréttur</span>
Crème Brulèe
Creme Brulee hefur um árabil verið einn vinsælasti eftirréttur heims. Það vex mörgum í augum að útbúa hann en hann er í raun og sanni ekki svo flókinn. Ef þið lesið vel og fylgið nokkrum einföldum leiðbeiningum munu þið uppskera þessa dásemd. Sem er meira að segja hægt að útbúa með góðum fyrirvara og geyma...
Þriggja laga jólamarengs með kókosbollurjóma
Til að flýta fyrir má að sjálfsögðu kaupa tilbúinn marengs.
Klassískt Riz a l’amande
Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem...
Bananabrauð með höfrum og kanil
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...