Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...
Recipe Tag: <span>grísk jógúrt</span>
Lúxus vatnsdeigsbollur á þrjá vegu
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Sítrónu & vanilluskúffa með bökuðu marengs kremi
Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí....
Himnesk eplakaka með kaniltoppi og glassúr
Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég hef gert, mjúk og bragðgóð. Í þessari er grísk jógúrt og ég held að hún geri gæfumuninn. Ég notaði grísku jógúrtina frá Örnu en mér...
Bananakaka með valhnetum og súkkulaði
Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk....
Kínóa salat með grilluðum kjúkling og kaldri hunangs – sinnepssósu
Nú er runninn upp aðal grilltími ársins og ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki gefið ykkur uppskriftina af uppáhalds salatinu mínu en það er mjög næringarríkt og matarmikið. Til þess að toppa það geri ég yfirleitt kalda dressingu úr grískri jógúrt. Mér finnst best að nota grísku jógúrtina frá Örnu þar sem...
Kjúklinga- brauðsalat með fetaosti, vínberjum og karrý
Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt? Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar. Ég nota kjöt...
Íslenskar pönnukökur með jarðarberjafyllingu og ferskum jarðarberjum
Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman. Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu...
Súkkulaði – Kahlua jógúrt terta
Þessi dásamlega terta sló algerlega í gegn þegar ég bauð upp á hana í vinnunni. Veit ekki hversu margar beiðnir um uppskrift ég fékk auk þess sem “hvað er eiginlega í þessu Valla” heyrðist alveg nokkrum sinnum. Hún er alls ekki flókin og þarf ekki að baka. Hún er laktósafrí og því betri í marga...