Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Author: Avista (Avist Digital)
Thai kjúklinga salatvefjur eins og á “Cheesecake factory”
Hér eru gefnar margar hugmyndir að meðlæti og þið veljið úr eða gerið allt ef metnaðurinn er mikill og tími nægur!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Vegan New York ostakaka með heimagerðum kexbotni og jarðarberjum
Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....
Bragðmiklar og einfaldar Madras naan snittur
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Sykurlaus berjasulta að hætti Tobbu
Þessa sykurlausu sultu notum við á gríska jógúrtið okkar á Granólabarnum og til að sæta ostakökur og hitt og þetta. Sósan er líka æðisleg volg út á ís eða berjapæ.
Heitt kartöflusalat með beikoni og fetaosti
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...