Gerir 4-6 buff
Author: Avista (Avist Digital)
Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu
Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel....
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu
Mikið er nú aldeilis gott að fá aðeins hvíld frá hátíðargúmmelaði svona í desember. Á þriðjudegi er sérlega gott að skella í einn góðan grænmetis núðlurétt líkt og þennan. Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra...
Lagtertan hennar ömmu – gamalt fjölskylduleyndarmál
Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég...
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Pad thai eins og það gerist best
Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!
Djúsí og dökkar brownies með möndlu & kókossmjöri
Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út. Ég...