Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Author: Avista (Avist Digital)
Rjómalagaður pönnufiskur með kartöflum, sveppum og karamellíseruðum lauk
Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellisera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og bjóða þá upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og...
Heimsins besta taco súpa
Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka!
Fyrir 3-4 manns.
Hafrabrauð betra en úr bakaríi
Þetta brauð er svo mikil snilld! Stökkt að utan, lungnamjúkt að innan og hafrarnir setja punktinn yfir i-ið!
Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu
Þessi uppskrift er fyrir 3-4 en ég mæli með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti.
Linguine alla Puttanesca – pastaréttur gleðikonunnar!
Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki...
Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur
Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Grísakótilettur í rjómagrænmetisblöndu
Frábær réttur þar sem hægt er að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum.
Bragðmikið bakað Mac n’ cheese með brauðrasp toppi
Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...
Rababara og jarðaberjabaka með haframulningi og marengs
Nú er tilvalið að nýta rababarann í eitthvað geggjað - eins og þessa köku.
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...
Truflað fajitas með tempura risarækjum, mango salsa og chipotle sýrðum rjóma
Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu....