Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Recipe Category: <span>Lambakjöt</span>
Lambaspjót undir grískum áhrifum
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...
Lambasalat með kryddjurtum, sítrónusafa og parmesan
Ferskt og sumarlegt salat sem slær í gegn
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Heiðalamb með hunangsgljáðum gulrótum og camembert kartöflugratíni
Stolt íslenskrar náttúru er íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði. Lærið er eitt allra vinsælasta kryddlærið á Íslandi og skal engan undra.
Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...
Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum
Það er ekkert leyndarmál að ég elska Indverskan mat meira en flest. Og það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu...
Ofnbakaður hakkréttur með kartöflum og mozzarella
Erum við ekki alltaf að leita að einhverjum nýjum uppskriftum með innihalda hakk? Eitthvað svona til að hafa í miðri viku. Þessi réttur er bæði ódýr og einfaldur og allir í fjölskyldunni elska hann. Og það passar jafn vel að hafa rauðkál og baunir með eins og að hafa salat og snittubrauð.
Kótilettur með púðursykri, hvítlauk og kryddjurtum
Í þessa uppskrift má nota kjöt að eigin vali t.d. lamba-, nauta-, eða svínakjöt.
Lambahryggur með gráðosta- og döðlufyllingu
Lambahrygg þekkjum við flest sem hátíðarmat. Hér er hann í skemmtilegri útgáfu sem fær bragðlaukana í ferðalag. Sætar döðlur á móti gráðosti er svipuð blanda og ísköld mjólk með volgri skúffuköku. Verði ykkur að góðu :) Við mælum með að para hrygginn með : Rótargrænmeti Sætkartöflumús Bakaðri kartöflu Piparkornasósu Sveppasósu Hægt er að fylgjast...