Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee… Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!
Recipe Category: <span>Þjóðlegt</span>
Bragðmikil Indversk Korma veisla
Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri...
Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu
Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga. Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni...
Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu
Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima. Það tekur enga stund að gera þennan stórgóða wok rétt. Það eru ekki mörg innihaldsefni og ég fullyrði að það taki ekki meira en 20 mínútur frá því að hráefnin eru í umbúðunum og þangað til rétturinn er kominn á diska.
Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti
Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings. Ég hef verið að nota Itsu dumplings undanfarið og þeir passa alveg fullkomlega með þessari dásamlegu súpu. Ótrúlega auðvelt að hita þá upp og bragðast eins og af besta veitingastað, ótrúlegt en satt!...
Tikka Masala fiðrilda kjúklingur
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar...
Himneskir vegan dumplings með brokkolí og hýðishrísgrjónum
Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við...
Gratíneruð ýsa með bragðmikilli fetaostssósu
Gratíneraðir fiskréttir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Góð sósa er auðvitað lykilatriði og bráðinn osturinn til þess að toppa allt. Þessi réttur er reglulega góður og alls ekki flókinn í gerð. Fullkominn fyrir alla fjölskylduna og uppskriftin er stór svo það er jafnvel hægt að frysta afgangana til að eiga síðar eða...
Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...
Tælenskt núðlusalat í hnetusmjörsósu
Hér er tilvalið að nýta þar sem er til í ísskápnum hverju sinni. Gott að bæta við kjúklingi, nautakjöti eða risarækjum.
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...